Stórfelld bókhaldstrix sem komast ekki í fréttir

Ég mæli með því að þið hlýðið á meðfylgjandi upptöku (~1m:30s) úr þættinum Vikulokin, þar sem Kristinn H. Gunnarsson og Gísli Marteinn Baldursson tjáðu sig meðal annars um stöðu mála í íslensku efnahagslífi, ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði þetta og geri vart enn.

Upptakan (~160K)

Kristinn H.:
En annað vil ég nefna sem mér finnst kannski ekki alveg eins gott, sem ríkisstjórnin er að gera á þessum tíma. Hún er að afskrifa skatta sem menn áttu að borga vegna söluhagnaðar, hagnaðar af sölu hlutabréfa á undanförnum mörgum árum.
Þáttarstjórnandi:
Já.
Kristinn H.:
Það hefur, uppsafnaður 620 miljarða króna söluhagnaður, sem á að skila um 100 miljörðum króna í ríkissjóð, og ef að ekki hefði verið heimilt að fresta söluhagnaðinum á hverjum tíma þá væru þessir peningar í ríkiskassanum.
Þáttarstjórnandi:
Frumvarp fjármálaráðherra í vikunni?
Kristinn H.:
100 miljarðar króna. Nú er verið að leggja til, og það fer í gegnum þingið greinilega, að afskrifa þessar skuldir. Þær munu koma fram meðal annars í fjármálafyrirtækjum í því að þær hækka eigið fé fyrirtækjanna, vegna þess að skattarnir eru útreiknaðir og þeir eru færðir sem skuld fyrirtækisins við ríkissjóð, svo þegar frumvarpið er orðið að lögum þá breytist þessi skuld í eign, og hækkar eigið fé þessara fyrirtækja um miljarða króna, og allir þeir sem hafa verið að kaupa eða selja kvóta í kvótakerfinu okkar fallega, og skemmtilega, eigum við að segja það, á undanförnum árum og grætt stóra peninga að þeir sleppa við að borga skattana af því.
Þáttarstjórnandi:
Svona stórfelld bókhaldstrix ná ekki upp í fréttir.
Gísli Marteinn:
Nei þetta er náttúrulega, hérna, þarna erum við Kristinn auðvitað ósammála, því ég, hérna, er ánægður vegna hverrar krónu sem verður eftir í vösum einstaklinganna fremur heldur en hjá ríkinu, af því að, af því að fólkið fer nú betur með þetta heldur en ríkið.

Maður á ekki orð yfir þessu rugli. Ríkið að gefa bröskurum og fjármálafyrirtækjum 100 miljarða? Bara sí svona.

Svo sem ekkert skrítið að svona fullkomin dæmi um "corporate welfare" skuli ekki koma fram í fréttum, enda hrein og bein svívirða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ja hérna, ég er gáttaður!

Vésteinn Valgarðsson, 4.5.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband